Vinátta í verki Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá sögulegum fundi í Reykjavík, þar sem stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin var formlega skjalfest. Fáeinum dögum áður hafði Ísland orðið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens eftir að löndin höfðu sagt sig úr sambandi Sovétríkjanna. Athöfnin fór fram í Höfða, þar sem leiðtogar stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, höfðu setið fimm árum fyrr og lagt grunninn að endalokum kalda stríðsins. Þetta voru tímar sögulegra umbreytinga. Endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna átti sér nokkurn aðdraganda, samhliða því sem innviðir Sovétríkjanna veiktust. Vilji íbúa við Eystrasalt var ótvíræður eins og sást þegar tvær milljónir manna tókust í hendur og mynduðu nærri 700 kílómetra langa keðju milli höfuðborganna þriggja, Tallinn, Riga og Vilnius – tákn um órofa samstöðu – í ágúst 1989. Íslenskir ráðamenn fylgdust náið með þróuninni og ræktuðu vel tengslin við löndin þrjú. Þegar þjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði hver á eftir annarri haustið 1991 stóð Ísland þétt við bakið á þeim og ævarandi vinátta var innsigluð. Eystrasaltsríkjunum hefur vegnað vel. Öll breyttu hagskipan sinni, úr miðstýrðum áætlunarbúskap í átt að markaðsbúskap með sterk tengsl við Norðurlöndin og hafa á skömmum tíma skapað umtalsverða hagsæld. Þjóðartekjur á mann hafa aukist mikið, tekjudreifing er nokkuð jöfn, aðhald í ríkisfjármálum er mikið og skilyrði til fjárfestinga góð. Umskiptin eru til vitnis um mikilvægi þess, að ríki ráði sínum örlögum sjálf. Samband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen er einstakt. Í höfuðborgum landanna þriggja eru margar götur og torg kennd við Ísland og á vettvangi stjórnmálanna störfum við vel saman, til dæmis innan Atlantshafsbandalagsins og Eystrasaltsráðsins þar sem Ísland fer nú með forystu. Ríkin eru öll aðilar að NB8, samstarfsvettvangi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og raunar vill svo til að í dag funda utanríkisráðherrar landanna átta í Riga í Lettlandi. Þótt málefni líðandi stundar verði þar til umræðu er ljóst að dagurinn gefur tilefni til að horfa um öxl og fagna þeim árangri sem hefur náðst. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá sögulegum fundi í Reykjavík, þar sem stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin var formlega skjalfest. Fáeinum dögum áður hafði Ísland orðið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens eftir að löndin höfðu sagt sig úr sambandi Sovétríkjanna. Athöfnin fór fram í Höfða, þar sem leiðtogar stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, höfðu setið fimm árum fyrr og lagt grunninn að endalokum kalda stríðsins. Þetta voru tímar sögulegra umbreytinga. Endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna átti sér nokkurn aðdraganda, samhliða því sem innviðir Sovétríkjanna veiktust. Vilji íbúa við Eystrasalt var ótvíræður eins og sást þegar tvær milljónir manna tókust í hendur og mynduðu nærri 700 kílómetra langa keðju milli höfuðborganna þriggja, Tallinn, Riga og Vilnius – tákn um órofa samstöðu – í ágúst 1989. Íslenskir ráðamenn fylgdust náið með þróuninni og ræktuðu vel tengslin við löndin þrjú. Þegar þjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði hver á eftir annarri haustið 1991 stóð Ísland þétt við bakið á þeim og ævarandi vinátta var innsigluð. Eystrasaltsríkjunum hefur vegnað vel. Öll breyttu hagskipan sinni, úr miðstýrðum áætlunarbúskap í átt að markaðsbúskap með sterk tengsl við Norðurlöndin og hafa á skömmum tíma skapað umtalsverða hagsæld. Þjóðartekjur á mann hafa aukist mikið, tekjudreifing er nokkuð jöfn, aðhald í ríkisfjármálum er mikið og skilyrði til fjárfestinga góð. Umskiptin eru til vitnis um mikilvægi þess, að ríki ráði sínum örlögum sjálf. Samband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen er einstakt. Í höfuðborgum landanna þriggja eru margar götur og torg kennd við Ísland og á vettvangi stjórnmálanna störfum við vel saman, til dæmis innan Atlantshafsbandalagsins og Eystrasaltsráðsins þar sem Ísland fer nú með forystu. Ríkin eru öll aðilar að NB8, samstarfsvettvangi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og raunar vill svo til að í dag funda utanríkisráðherrar landanna átta í Riga í Lettlandi. Þótt málefni líðandi stundar verði þar til umræðu er ljóst að dagurinn gefur tilefni til að horfa um öxl og fagna þeim árangri sem hefur náðst. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar