Finnst engum þetta galið nema mér? Davíð Þorláksson skrifar 8. september 2016 21:02 Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2016 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Upprifjun á sögunni er okkur holl, sérstaklega í ljósi þess að persónur og leikendur í prófkjörum flokkanna eiga sér fortíð sem okkur væri hollara að muna þegar þeir stíga fram og leita sér að nýju hlutverki. Nýlega steig Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, fram á sjónarsviðið sem fullskapaður Vestmannaeyingur og sjálfstæðismaður og bauð sig fram til þess að leiða lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Látum liggja á milli hluta að fáir tengdu hann við Eyjar hvað þá heldur við Sjálfstæðisflokkinn. Rétt er að rifja upp að sá hinn sami var einmitt útvarpsstjórinn sem rak Ríkissjónvarpið með halla í mörg ár á kostnað okkar borgaranna. Frá stofnun RÚV ohf. hefur skuldsetning félagsins verið mikil, en á árunum 2012-2014 jukust vaxtaberandi skuldir RÚV um eina og hálfa milljón króna á dag að jafnaði. Sú ákvörðun árið 2013 að skuldbinda ríkisfjölmiðilinn um 4 milljarða með 15 ára samningi við Vodafone var einnig tekin í tíð Páls. Ákveðið var að fara í útboð um stafrænt dreifikerfi sem hafði takmarkaða framtíðarmöguleika eins og komið var inn á í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007-2015. Skýrslan sem oft var kölluð Eyþórsskýrslan, kom út 2015 og olli miklu fjaðrafoki, meðal annars frá fyrrnefndum Páli enda gagnrýni á hans störf. Í nútímasamfélagi telst óvenjulegt að gera samning við fyrirtæki til 15 ára. Í fyrrnefndri skýrslu kom fram að árið 2015 næmi núvirt skuldbinding vegna samningsins 4 milljörðum króna. Samningurinn fól í sér innleiðingu á starfrænni tækni sem er þegar orðin úreld, býður ekki upp á gagnvirkni, ekki Internet og var hvorki besta né ódýrasta lausnin. Þessum fjármunum hefur nú öllum verið kastað á glæ og ríkið er skuldbundið til að standa við samninginn allt til ársins 2028. Nú þegar ríkisstjórnin hefur hrundið af stað átakinu Ísland ljóstengt til næstu fimm ára er ljóst að þegar 99,9% þjóðarinnar eiga að vera komnir með fullkomna nettengingu árið 2020 mun RÚV enn eiga eftir 8 ár af umræddum samningi sem engum gagnast. Þessi meðferð á opinberu fé getur ekki talist góð og sá sem ábyrgðina ber vill nú verða ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. RÚV verður þá ennþá að byggja upp lokað og ógagnvirkt dreifikerfi fyrir skattfé borgaranna á sama tíma og ríkið er að leggja 450 milljónir á þessu ári einu í tengingar á annað þúsund heimila og fyrirtækja í dreifbýli landsins við ljósleiðara. Þar með geta umrædd heimili og fyrirtæki náð öllum þeim stafrænu sjónvarpsstöðum sem bjóðast á markaðnum í dag og það ótengt gagnslausu dreifikerfi RÚV. Það sorglega er að RÚV getur ekki rift samningnum og allt er þetta í boði Páls Magnússonar. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að ríkið kosti ljósleiðaravæðingu landsins, en mér er annt um að skattfé sé vel varið. Fíllinn í herberginu, sem enginn minnist á, er að ef Páll Magnússon hefði ekki tekið þá afdrifaríku ákvörðun að byggja upp úrelt dreifikerfi fyrir RÚV þá hefði verið hægt fyrir sömu eða minni upphæðir að ljósleiðaravæða allt landið og fjarskipti á landsbyggðinni væru þegar orðin jafn góð og í borginni. Í staðinn situr ríkið upp með kostnað af úreltu dreifikerfi til viðbótar við ljósleiðaravæðingu landsins og sá sem ber ábyrgð á klúðrinu telur að hann eigi tilkall til þingsæstis. Finnst engum þetta galið nema mér?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun