Meiri menningu … og meira pönk! Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 8. september 2016 07:00 Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að sitja Fund fólksins þar sem ég tók þátt í pallborðsumræðum um listir og fjölmiðlaumfjöllun. Mættir voru, ásamt mér, málsmetandi menn frá miðlunum, rit- og dagskrárstjórar menningarlegrar umfjöllunar og einnig fulltrúar frá nokkrum af aðildarfélögum BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Leiðarstefið varð dálítið á þá lund að það væri tilfinnanlegur skortur á gagnrýni og vandaðri umfjöllun um listir og menningu í íslenskum miðlum, sjónarmið sem ég get persónulega tekið heilshugar undir. Ég hef starfað við menningarblaðamennsku í bráðum tuttugu ár og það er svo einkennilegt að staðan í dag, heilt yfir, er um margt lakari en fyrir ca. fimmtán árum. Þrátt fyrir meiri möguleika (netið t.d.) á því að bregðast hratt og skjótt við menningarviðburðum virðist hreinlega skorta áhuga á því að setja fé í þessa starfsemi, sem er því miður upphaf og endir alls í svona löguðu. Fjármagnið, og hvert það fer, ræður. En svartagallsraus var þetta alls ekki. Það var t.d. gaman að heyra frá fulltrúum Ríkissjónvarpsins sem eru í sókn hvað þessi mál varðar, þróun á vefviðmóti og almenn framleiðsla í góðum gír, meira og minna. Komnir í stellingar Mín reynsla er dálítið sérstök. Ég hef fyrst og síðast sinnt gagnrýni á dægurtónlist og man ég tímana tvenna að því leytinu til. Er ég hóf störf á Morgunblaðinu dældum við út gagn- og djúprýni á þann geira og menningar- og listaumfjöllun var til mikillar fyrirmyndar. Síðustu árin hef ég hins vegar furðað mig á því, svo ég fókuseri á þennan eina þátt, hversu lítil nýliðunin í rauninni er í menningarpennaflórunni. Við sem þjóð stærum okkur af allri þessari stórkostlegu dægurtónlist sem ber hróður landsins um allar koppagrundir en á sama tíma vantar tilfinnanlega umfjöllun um fyrirbærið. Of oft er keyrt á köldum fréttatilkynningum; mat, rýni og pælingar – allt er þetta í of litlum mæli. Sífrið um fámennið er þreytandi. Ég trúi því einlæglega að hægt sé að keyra þokkalega menningarumfjöllun og vel það hérlendis og það var þægilegt að heyra að sumir eru komnir í stellingar og ætla að nýta til fulls þann miðil sem er orðinn miðlægur í lífi okkar allra, þ.e. netið. Og þar ætti öll menning að sprikla saman í dáindisgír; veri það rokk, sígild tónlist, arkitektúr, myndasögur, bókmenntir eða veggjakrot. Sjá t.d. snilldarlega vefi BBC og Guardian. Við miðum okkur að sjálfsögðu bara við þá bestu á þessu „stórasta“ landi í heimi! Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar