Sport

Treyja Kaepernick selst sem aldrei fyrr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kaepernick er einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna þessa dagana.
Kaepernick er einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna þessa dagana. vísir/getty

Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr.



Kaepernick hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna þess að hann neitar að standa á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki. Með þessu er hann að mótmæla kúgun blökkumanna í Bandaríkjunum.



Sjá einnig: Sýndi Kaepernick stuðning í verki



Ekki eru allir á eitt sáttir með þetta athæfi Kaepernick. Þeirra á meðal er forsetaframbjóðandi Repúblikana, Donald Trump, sem benti leikstjórnandanum einfaldlega á að finna sér nýtt land til að búa í.



Þrátt fyrir allt fjaðrafokið renna treyjur með nafni Kaepernick út eins og heitar lummar. Treyjan hans er sem stendur fimmta mest selda treyjan á NFL.com. Þetta er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að innan við ár er síðan treyjan var sett á rýmingarsölu.



Þeir stuðningsmenn San Fransisco 49ers sem eru ósáttir með Kaepernick hafa verið duglegir að brenna treyju hans en hvort það skýrir aukna sölu á henni skal ósagt látið.


Tengdar fréttir

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick

Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×