Erlent

Átök í Gabon eftir umdeildar kosningar

Vísir/AFP
Óöld ríkir í Afríkuríkinu Gabon eftir að stjórnarhermenn réðust á höfuðstöðvar stjórnarandstöðunnar í landinu í morgun. Margir eru særðir, sumir alvarlega, segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að forseti landsins, Ali Bongo, lýsti yfir sigri í kosningum sem hafa verið gagnrýndar harðlega.

Stjórnarherinn segir að árásin hafi verið gerð til að hafa hendur í hári glæpamanna sem sagðir eru hafa lagt eld að þinghúsi landsins í höfuðborginni Libreville eftir að mótmæli brutust út vegna kosninganna í kjölfar þess að Bongo lýsti yfir sigri, annað kjörtímabilið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×