„Ég flýg aldrei aftur með WOW“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2016 12:09 Ingvar Geirsson hefur ekki enn fengið töskuna sína eftir sex daga dvöl í Róm. Hann og kona hans koma til landsins á morgun. Vísir/Stefán Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW. Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW.
Fréttir af flugi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira