„Ég flýg aldrei aftur með WOW“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2016 12:09 Ingvar Geirsson hefur ekki enn fengið töskuna sína eftir sex daga dvöl í Róm. Hann og kona hans koma til landsins á morgun. Vísir/Stefán Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW. Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Ingvar Geirsson, einn farþega í flugi WOW Air til Rómar síðastliðinn þriðjudag, vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar eftir töskuvandræði undanfarinna daga. Fjörutíu töskur skiluðu sér ekki til Rómar með farþegunum og töluverð bið hefur orðið á því að töskurnar skiluðu sér til ítölsku höfuðborgarinnar. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir mistök hafa orðið á flugvellinum í Keflavík og síðar í Genf þegar töskurnar hafi aftur orðið eftir. Þjónustuaðili WOW Air í Róm hafi svo ekki staðið sig í stykkinu. Ingvar segir í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið þær upplýsingar í gær að taskan hans væri komin út á flugvöllinn í Róm. „Þeir eru að biðja okkur um að sækja töskuna, sem er alveg út í hött,“ segir Ingvar, allt annað en sáttur við þjónustuaðila WOW Air í Róm og flugfélagið sjálft. Það gangi ekki upp að fólk eyði hálfum deginum í að koma sér út á flugvöll til að sækja töskuna. „Þetta er búinn að vera algjör sirkus,“ segir Ingvar. Colosseum í Róm.VÍSIR/AFP Fólk látið taka skýrslurnar með sér Við komuna til Rómar hafi skapast mikil ringulreið vegna þess að töskurnar höfðu ekki skilað sér. Fólk hafi farið í að fylla út skýrslur vegna týndra taskna en skanni þjónustuaðilans hafi verið bilaður. Því hafi fólk verið látið taka skýrslurnar með sér. „Ég tók samt mynd af skýrslunni og sendi á WOW. Þannig að þau hafa haft þessar upplýsingar frá byrjun.“ Ingvar segist hafa rætt á hverjum degi við þjónustuaðila WOW Air á netinu og ávalt fengið þau svör að töskurnar væru væntanlegar daginn eftir. En ekkert hafi gerst. Skilaboðin hafi orðið til þess að fólk hafi beðið með að kaupa sér ný föt, ný krem og fleira í þeim dúrnum en töskurnar alltaf væntanlegar. „Þetta er búið að eyðileggja fríið,“ segir Ingvar sem ætlaði í notalega vikuferð til Ítalíu með konu sinni. Honum finnst flugfélagið ekki hafa staðið sig í stykkinu. „Eins vænt og mér þykir um flugfélagið þá mun ég aldrei aftur fljúga með WOW.“Hann hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá samstarfsaðila WOW. Þá finnist honum ótækt að hann eigi sjálfur að sækja töskuna út á flugvöll. Það sé fyrirkomulag sem sé honum framandi án þess að vera sérfræðingur í vinnubrögðum flugfélaga. Flugfélagið WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíð í London í vikunni.Vísir/vilhelm Eiga að keyra töskurnar upp að dyrum Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að töskurnar hafi upphaflega orðið eftir í Keflavík. Í framhaldinu hafi verið pöntuð hraðþjónusta og töskunum flogið til Genf í Sviss. Hins vegar hafi verið gerð mistök í Genf og töskur aftur orðið eftir. Svo hafi hún talið að þær hafi allar borist til Rómar á föstudaginn og allir farþegar ættu að vera komnir með þær í hendur. Eftir að hafa verið upplýst um stöðu Ingvars og konu hans kannaði hún frekar málið og segir að búið sé að ræða við þjónustuaðila WOW í Róm. „Þjónustuaðili WOW Air í Róm er ekki að uppfylla samning við félagið. Þeirra þjónustuskylda eru að keyra farangur upp að dyrum hjá farþegum,“ segir Svanhvít. Hún segir fjölda fólks vera að vinna í málinu þessa stundina hjá WOW.
Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira