Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2016 14:40 Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira