Karla- og kvennalið Grindavíkur fóru bæði upp en bara annað fær bónus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2016 15:16 vísir/hanna Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu fá engar viðbótagreiðslur fyrir að hafa tryggt sæti sitt í efstu deild. Eins og fram kom í viðtali við Jónas Þórhallsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag fá leikmenn karlaliðs Grindavíkur bónus fyrir að komast upp í Pepsi-deildina. Karlalið Grindavíkur féll niður í 1. deild haustið 2012 og í kjölfarið voru laun leikmanna liðsins lækkuð. Í stað þess að borga þeim allt árið voru þeir settir á níu mánaða greiðslur og launin lækkuð um 35%. Hins vegar var sett inn ákvæði um bónusgreiðslur ef liðinu tækist að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni. Það tókst í ár og liðið nýtur góðs af því en 18 leikmenn skipta á milli sín 5-6 milljónum króna.Engin bónus kvennamegin Kvennalið Grindavíkur tryggði sér einnig sæti í Pepsi-deildinni á dögunum. Þær fá hins vegar engan bónus. Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur, skrifaði á Twitter að stelpurnar í liðinu biði spenntar að sjá bankareikninginn sinn eins og sjá má hér að neðan. Ennfremur skrifaði hún „að við stundum sama sport og strákarnir innan sama félags, eyðum jafn miklum tíma og fáum ekkert.“ Við stelpurnar bíðum spenntar að sjá okkar bankareikning.... pic.twitter.com/NSoZFEiZwA— Sara Hrund (@sarahrund) September 27, 2016 Meiri tekjur karlamegin Jónas segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar; það séu einfaldlega ekki sömu peningar fyrir hendi í kvennaboltanum og í karlaboltanum. „Árið 2012, eftir að við féllum, settum við sérstakan bónus inn í samninga leikmanna og nú erum við að efna hann,“ sagði Jónas í samtali við Vísi í dag. „Það þarf að hafa tekjustofna á bak við svona samninga. Þetta eru snýst um markaðsaðstæður og verðmat.“ Jónas segist þó skilja pirring leikmanna kvennaliðsins. „Já, algjörlega. Það er gríðarleg gróska kvennamegin og við munum gera allt til að hlúa að þeim. Ég berst líka fyrir því að bæta aðstöðuna hjá félaginu, þannig að fjölskyldan geti farið saman á völlinn og átt góða stund undir þaki á leikdegi,“ sagði Jónas en vonast er til þess að framkvæmdir á vallarsvæðinu hefjist á næsta ári.Segir meira en mörg orð Varðandi muninn á tekjum í karla- og kvennaboltanum tók Jónas dæmi um íslenska karlalandsliðið og þátttöku þess á EM í Frakklandi. „Þar sáum við milljarða koma inn en nú eru tvö mót að baki kvennamegin og KSÍ er víst að borga með sér. Það segir meira en mörg orð.“ Jónas segir að þetta sé veruleikinn sem við lifum við, að það séu meiri tekjumöguleikar karlamegin en kvennamegin. „Þetta hefur ekkert með kala til kvenfólks að gera, alls ekki. Mér þykir jafn vænt um þær og drengina. Og með tíð og tíma kemur þetta,“ sagði Jónas að lokum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira