Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Það þykir kraftaverki líkast að erlendir ferðamenn skyldu ekki slasast alvarlega þegar öflug gassprenging varð við metandælu bensínstöðvar við Ártúnshöfða. Rætt verður við forstjóra N1 og varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en ferðamennirnir reyndu að að dæla Metani á própan-gaskút en slíkt hefur ekki gerst áður að sögn forstjóra ENN-eins.

Þá verður fjallað um klofning í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við afgreiðslu frumvarps um gengismál og við gerum upp fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump í Bandaríkjunum með tveimur stjórnmálafræðingum.

Einnig verður rætt við Sigríði Guðmundsdóttur, fyrrverandi sóknarprest. Hún glímir við fötlun og kemst ekki heim til sín af Landspítalanum í Fossvogi vegna manneklu í heimahjúkrun. Hún er orðin frísk og finnst fráleitt að hún taki pláss frá öðrum sjúklingum á spítalanum.

Við ræðum síðan við Sævar Helga Bragason, stjörnuáhugamann, í beinni en meiriháttar ljósdýrð á himni hefur heillað Íslendinga og ferðamenn síðustu daga. Norðurljósaspáin er afar góð fyrir næstu daga og Sævar Helgi kemur með góð ráð og ábendingar um hvernig best sé að fylgjast með ljóshafsins öldum stíga dans sinn.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×