Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag. Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en Selfoss féll með ÍA.
Lokaumferðin og tímabilið í heild sinni verður gert upp í Pepsi-mörkum kvenna sem hefjast klukkan 20:00. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD, Vísi og Facebook-síðu Vísis.
Helena Ólafsdóttir stýrir þættinum en gestir hennar í kvöld verða Vanda Sigurgeirsdóttir og Þorkell Máni Pétursson.
Beina útsendingu frá þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bein útsending: Lokaþáttur Pepsi-marka kvenna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar