Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2016 18:30 Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar. Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar.
Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira