Opnun HÖFÐA Friðarseturs Dagur B Eggertsson og Jón Atli Benediktsson skrifar 7. október 2016 00:00 Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að kastljós heimsins beindist að leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða. Í hugum margra markaði fundurinn upphafið að endalokum kalda stríðsins og þess valdajafnvægis sem hafði sett svip sinn á heiminn um 40 ára skeið. Í dag blasir við breytt landslag. Leiðtogar stórvelda hafa heiminn ekki í höndum sér á sama hátt og þá. Borgir hafa í auknum mæli áhrif á alþjóðavettvangi og vald einstaklingsins hefur aukist, ekki síst með tilkomu samfélagsmiðla. Þessar breytingar í samfélagi nútímans kalla á eflingu rannsókna og fræðslu og þar hefur háskólasamfélagið mikilvægu hlutverki að gegna. Samfélag sem hefur frið og öryggi í öndvegi byggir á virkri og upplýstri umræðu, sem mikilvægt er að allir taki þátt í. Í dag, föstudaginn 7. október, hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hlutverk HÖFÐA Friðarseturs er að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig borgin geti unnið að friðarmálum hér heima og að heiman. Friðarsetrinu er þannig ætlað að vera vettvangur fyrir það samtal sem við viljum eiga um hlutverk borga, smáríkja og borgara í að stuðla að friði. Eitt af fyrstu verkefnum setursins verður að halda sumarnámskeið fyrir börn af ólíkum uppruna þar sem börnunum gefst tækifæri til að læra hvert af öðru og móta saman hugmyndir um hvernig hægt sé að byggja upp friðsamlegra og betra samfélag án fordóma og mismununar. Með því að efla færni barna í að greina og leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt er hægt að vinna markvisst að því langtímamarkmiði að byggja upp friðarmenningu, sem síðar mun skila sér út í samfélagið í heild. Við bindum miklar vonir við HÖFÐA Friðarsetur og hlökkum til að takast á við þau verkefni sem bíða setursins á fyrstu starfsárum þess. Það skiptir máli að við vinnum öll að friði, ekki bara leiðtogar stórvelda. Málþingið er opið öllum og hefst kl. 13.00.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun