Útrýmum kynbundnum launamun Þorsteinn Gunnlaugsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 7. október 2016 07:00 Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Sem þjóð höfum við Íslendingar staðið okkur þokkalega í jafnréttismálum. Undanfarin 7 ár höfum við verið í efsta sæti í árlegri mælingu World Economic Forum er kemur að jafnrétti kynjanna. En slíkar mælingar segja okkur ekkert annað en að við stöndum okkur betur en aðrar þjóðir. Þar með er ekki sagt að við höfum náð markmiðum okkar. Ef við ætlum að vera í fararbroddi í jafnréttismálum þurfum við að sýna meiri metnað. Eitt stærsta málið þar er kynbundinn launamunur. Þessi launamunur hefur verið þrálátur og árangur okkar á liðnum árum lítill sem enginn. Kynbundinn launamunur mælist enn 10% samkvæmt nýlegri launakönnun VR og hefur lítið breyst frá 2009. Sú staða er einfaldlega óverjandi.Ríkið sýni gott fordæmi Hið opinbera á að gera gangskör að því að útrýma þessu óréttlæti í starfsemi sinni. Innleiða þarf jafnlaunavottun, þ.e. staðfestingu utanaðkomandi aðila á að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi, hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum ríkisins. Jafnframt verður að tryggja að jafnvægi náist milli kynjanna í öllum stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera. Með þessum tveimur aðgerðum tryggjum við að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi. Við þurfum hins vegar að gera enn betur en það. Mótaður hefur verið staðall um jafnlaunavottun, sem ætlað er að gera fyrirtækjum kleift að útrýma kynbundnum launamun og fá staðfestingu á því með sérstakri vottun. Hér erum við í fararbroddi á alþjóðavísu. Við eigum að ganga skrefinu lengra og gera fyrirtækjum með 20 starfsmenn eða fleiri skylt að fá og viðhalda vottun samkvæmt þessum staðli. Með sama hætti og fyrirtækjum er skylt að láta endurskoða ársreikninga sína væri þeim skylt að láta votta launakerfi sín til staðfestingar á því að kynbundinn launamunur sé ekki fyrir hendi. Reynsla okkar af lögum um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja sýnir að með þessum hætti getum við náð árangri. Umræðan um jafnréttismál snýst ekki bara um mannréttindi. Hún snýst jafnframt um almenna heilbrigða skynsemi. Með því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði fá kraftar okkar allra notið sín, óháð kyni eða öðrum þáttum sem aðgreina okkur. Jafnrétt á vinnumarkaði leiðir því til fjölbreyttara og öflugra efnahagslífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun