Ísland meðal forystulanda í flugi Þórólfur Árnason skrifar 6. október 2016 07:00 Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir í Montreal í Kanada 39. allsherjarþing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), en þingið er haldið þriðja hvert ár. Meðal málefna þess eru stefnur sem varða flugöryggi, flugvernd og umhverfismál til stuðnings öryggi og ábyrgð í almannaflugi. Um er að ræða æðsta vettvang fulltrúa þess 191 ríkis sem á aðild að ICAO, sem hefur það hlutverk að standa vörð um hag flugsins; flugfarþega og fagfólks. ICAO, sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, starfar á grunni Chicago-samningsins sem var undirritaður í desember 1944. Samningurinn fjallar um reglur í farþega- og vöruflutningaflugi. Ísland var í hópi þeirra 52 þjóðríkja sem þá undirrituðu samninginn en árið 1947 höfðu nægilega mörg ríki staðfest hann til að hann öðlaðist alþjóðlegt gildi. Stofnaðild Íslands að Alþjóðaflugmálastofnuninni lagði grunn að mikilvægi flugstarfsemi á Íslandi og er í raun forsenda þess að Íslandi var treyst til að stýra flugumferð í alþjóðlegu flugstjórnarsvæði á Norður-Atlantshafinu. Glæsilegur árangur íslenskra flugfélaga og fagfólks í flugi hefur síðan verið hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og byggt upp mikilvæga atvinnugrein hér á landi. Öryggismál og eftirlit lúta alþjóðlegum kröfum og því njóta íslenskir aðilar gagnkvæmrar viðurkenningar atvinnuréttinda og starfsleyfa undir eftirliti Samgöngustofu. Alþjóðareglur ICAO jafnt og Evrópureglur undirbúnar á vettvangi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) eru innleiddar hér og fylgt eftir. Þetta er veigamikil forsenda þess að Ísland haldi sterkri stöðu sinni og gerir íslenskum aðilum kleift að starfa í þeirri miklu alþjóðlegu samkeppni sem ríkir í flugi. Á allsherjarþingið nú eru mættir fulltrúar 181 af 191 aðildarríkja ICAO. Mótuð er stefna til næstu þriggja ára í málefnum stofnunarinnar og staðfestar meginákvarðanir um reglur sem unnar eru af fastanefndum og aðalráði ICAO. Þátttaka Íslands á allsherjarþinginu er í umboði utanríkisráðuneytisins og sendinefndin starfaði undir forystu fulltrúa innanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í starfi ICAO í gegnum Nordicao, sem er samvinnuvettvangur Norðurlandaþjóðanna auk Eistlands og Lettlands. Ísland hefur nokkrum sinnum átt fulltrúa í aðalráði (Council) og nú situr starfsmaður Samgöngustofu í Montreal í fastanefnd sem fjallar um flugöryggismál og staðla (Air Navigation Commission).Umræður um umhverfismál Auk hefðbundinna starfa þingsins hafa umræður að þessu sinni mikið snúist um umhverfismál. Allt frá síðasta allsherjarþingi hefur verið unnið ötullega að því að ná sátt um aðferðafræði fyrir flugiðnaðinn þar sem brugðist verði við útblæstri koltvísýrings sem hefur áhrif á hækkun hitastigs í heiminum. Umræðan núna er innan ramma Parísarsamkomulagsins frá síðasta vetri, en m.a. er tekist á um kerfi til utanumhalds um mengunarkvóta sem byggir á markaðsgrunni. Hver floginn km og hvert flutt kg yrðu þá metin til mengunareininga sem flugfélögin myndu greiða fyrir. Peningarnir yrðu síðan notaðir til umhverfistengdra verkefna og þróunaraðstoðar til ýmissa ríkja. Fagaðilar í flugi hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu til slíks kerfis og flestar aðildarþjóðir ICAO einnig. Tækninýjungar og endurnýjanlegir orkugjafar eru jafnframt hluti af þessari lausn. Eins og oft vill verða er þó pólitískur ágreiningur um fyrirkomulag og orðalag, enda aðstæður þjóða misjafnar. Nokkrar þjóðir hafa haft sérstöðu og vilja að þróunarlönd og þau lönd sem eru styttra komin í þróun flugstarfsemi fái frest á eða verði undanskilin mengunarkvóta. Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki náðst samkomulag en mikið liggur við að það náist áður en þinginu verður slitið 7. október. Alþjóðlegt samstarf þjóða um flugmál og samgönguöryggi verður sífellt mikilvægara og tekur Ísland virkan þátt í því, á vettvangi ICAO og annarra alþjóðastofnana. Með því gefst tækifæri til að hafa áhrif á gerð regluverks með hagsmuni íslensksrar flugstarfsemi og flugöryggi að leiðarljósi. Hlustað er á rödd Íslands á þessum vettvangi, traust ríkir til þess starfs sem unnið er hjá aðilum í flugtengdum iðnaði og hjá stjórnvöldum. Slíkt orðspor verður ekki til á einni nóttu heldur byggir á öflugu starfi margra áratugum saman.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar