Góðar samgöngur eru arðsamar Sigurjón Þórðarson skrifar 6. október 2016 07:00 Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun