Veðrið helst líklega óbreytt fram á kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 13:14 Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni. Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni.
Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28
Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42
Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53
Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32