Innlent

„Ef þið eins og ég fílið ekki Donald Trump þá kjósið þið Bjarta framtíð“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar. Vísir/Valli
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar ræddi Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði meðal annars frá töluvpóstunum sem þingmenn hafa verið að fá frá Trum síðustu mánuði þar sem hann óskar eftir fjárframlögum frá þeim. Guðmundur sagðist ítrekað hafa reynt að afþakka tölvupóstana sem væru ekki aðeins að berast frá Trump heldur einnig syni hans.

„Þessir póstar frá þessum manni ættu að vera okkur öllum áminning um það að það er svo ævintýralega rangt að segja að pólitík snúist ekki um neitt að það sé enginn munur á pólitískum hugsjónum. Þarna er maður sem er boðberi kvenhaturs, hann elur á ótta, hann borgar skatt og ég veit ekki hvaða mörk hann fer ekki yfir þegar það kemur að siðferði,“ sagði Guðmundur.

Hann kvaðst síðan stoltur af því að tilheyra stjórnmálaafli sem væri algjörlega á hinum ásnum í pólitíkinni miðað við Donald Trump.

„Björt framtíð frjálslyndasti flokkurinn á Íslandi, skorar hæst þegar kemur að alþjóðlegum gildum. Við höfum verið hér staðfastir boðberar mannréttinda á þessu kjörtímabili og staðið vaktina þegar kemur að lýðræðislegum vinnubrögðum. [...] Ef þið eins og ég fílið ekki Donald Trump þá kjósið þið Bjarta framtíð,“ sagði Guðmundur og uppskar hlátur þingmanna í sal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×