Upp í þriggja daga bið eftir innlögn á bráðamóttöku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“ Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Síðasta árið hefur oft verið fjallað um vanda Landspítala við að útskrifa sjúklinga sem veldur því að erfitt er að skapa pláss fyrir nýja sjúklinga. Vandinn kemur til vegna þess að ekki eru pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Á föstudag fékk Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans bréf frá tuttugu og tveimur sérfræðilæknum á bráðadeild landspítalans. Í bréfinu lýsa læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel.Sjá einnig: Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala og einn þeirra sem skrifuðu undir bréfið til forstjórans. Hann segir ástandið alvarlegt en minnir þó á bráðveikir eigi að sjálfsögðu að leita á bráðamóttökuna. „Á undanförnum mánuðum hefur ástandið hér á bráðamótttökunni farið smám saman versnandi. Við erum að meðaltali með fimmtán sjúklinga sem liggja hér á hverjum morgni að bíða eftir innlögn á aðrar deildir spítalans og þessar tölur hafa farið upp í 25 til 26 á einum morgni,“ segir Jón Magnús. Hann segir þar af leiðandi aðeins þrjú til fimm pláss vera fyrir nýja sjúklinga á bráðadeildum. „Þannig að ekki bara skapar þetta óþægindi og óöryggi fyrir þá sjúklinga sem bíða eftir að komast í nýtt úrræði heldur er einnig hætta á því að við getum ekki tekið eins hratt á móti nýjum sjúklingum og við gjarnan vildum.“ Sjúklingur bíður að meðaltali í tólf tíma frá því að ákveðið er að hann þurfi að leggjast inn á bráðadeild þar til hann kemst í rúm. En biðin getur farið upp í einn til þrjá sólarhringa og bitnar mest á öldruðum og fjölveikum sjúklingum. Jón Magnús hefur einnig áhyggjur af starfsfólkinu.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist hafa fengið eingöngu brot af því fjármagni sem átti að nýta til að takast á við plássleysi.vísir/þþ/lsh„Starfsfólkið er orðið langþreytt, þá fer það að verða óöruggt í vinnunni og finnst það ekki sinna sjúklingum eins vel og það ætti að gera. Þetta leiðir til starfsþreytu, að fólk fari óánægt heim af vaktinni og það er hætta á að við missum afar hæft starfsfólk ef þetta heldur áfram til lengri tíma,“ segir Jón Magnús. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir áhyggjur læknanna. Hann segir tvær til þrjár legudeildir fullar af sjúklingum sem séu búnir að fá þá meðhöndlun sem þeir þurfa. „Nær allur rekstrarvandi spítalans núna er vegna yfirvinnu og aukavakta á bráðamóttökunni. Það er vandamál að þurfa að kalla til fólk sem er þegar örþreytt, láta það koma hingað inn og biðja það um að hlaupa hraðar.“ Páll segir ýmis úrræði hafi verið reynd vegna mikillar fjölgunar sjúklinga, en fjölgunin kemur til vegna öldrunar þjóðar og fleiri ferðamanna. En til þess að takast á við vandann þurfi allsherjar endurskipulagningu á spítalanum. „Alþingi samþykkti að veita þúsund milljónir á árinu 2016 til að bæta fráflæðisvanda spítalans. Fram að þessu höfum við bara séð 11 prósent eða 110 millur af því, og það er kominn október. Við eigum vonandi eftir að fá meira. En við teljum að heppilegra hefði verið ef við hefðum haft meira að segja um það hvernig fé hefði verið varið.“
Tengdar fréttir „Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00 Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
„Ég þrái að komast heim“ Fötluð kona er föst á Landspítalanum vegna manneklu í heimahjúkrun. 27. september 2016 19:00
Læknar lýsa yfir neyðarástandi á bráðamóttöku Tuttugu sérfræðilæknar sendu Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala alvarlega áminningu í gær vegna ástandsins sem er á bráðamóttöku. 1. október 2016 12:44