Með góðri kveðju frá Trump Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. október 2016 09:36 Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Forsetakosningar í Bandaríkjunum Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Með nokkurra ára mislöngu millibili fær fólk að ganga til kjörklefans og láta rödd sína heyrast skýrt og greinilega. Hvort sem um er að ræða kjör til sveitastjórna eða alþingis eða velja forseta. Svo auðvitað má ekki gleyma þeim möguleika sem þjóðaratkvæðisgreiðsla hefur upp á að bjóða. Núverandi ríkisstjórnarflokkar virðast reyndar eitthvað hræddir við það fyrirbæri og ég hugsa að það sé út af því að þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þeir eru ekki alltaf í tengslum við hugsanir eða skoðanir meirihluta fólks í landinu. Hvað veit almenningur svo sem um viðræður við fólk í Brussel eða hvort einhverjir vellauðugir silfurskeiða og útgerðaeigendur geti borgað meiri arð til samfélagsins, út frá hagnaðinum sem þeir fá frá sameiginlegum auðlindum? Svo einhver dæmi séu nú tekin. Nei, samkvæmt ríkisstjórnarherrunum, því ekki fá konur að mikinn framgang þar á bæ, er best að þeir sjái bara um að taka allar ákvarðanir er varða þjóðarhag því að þeir voru jú kosnir fyrir einhverjum árum síðan. Það verður reyndar að gleymast að þeirra mati að þeir hafi nú einhverntímann lofað því að hinn sauðsvarti almúgi fengi eitthvað um það að segja hvort halda ætti áfram að tala við fólk í Brussel. En jæja, það skiptir svo sem engu því þeir lofuðu því að fella niður skuldir og það hlýtur að telja. Reyndar kom svo bara á daginn að skuldaniðurfellingin kom þeim best sem þurftu í raun ekkert á henni að halda, ekki þannig. Síðan var auðvitað rosa klókt að vera hipp og kúl og ná þannig til unga fólksins með því að nota tölustafi í rituðu máli. En með fast1gn ætlar ríkið að leyfa ákveðnum hópi fólks að nota framtíðarsparnað sinn til að fjárfesta í húsnæði. Þetta reyndar gagnast ekkert rosa mörgum en hvað um það. Að sjálfsögðu má ekki gleyma arfaslöku og illa unnu frumvarpi varðandi LÍN. Frumvarp sem beðið var eftir með öndina í hálsinum því búist var við að loksins yrðu gerðar úrbætur til hins miklu betra til handa námsmönnum. En nei, leiðin sem lögð var til snérist um að fækka lánuðum einingafjölda, fjölga skuldabréfum, hækkun á vöxtum, halda áfram að bjóða verðtryggð lán, bönkunum áfram leyft að eiga í sérstöku ástarsambandi við Lánasjóðinn en það samband ber ekki ríkulegan ávöxt fyrir neinn nema ef ske kynni að vera bankana sjálfa og svo lengi mætti telja varðandi það vonda frumvarp. Síðan reyndar verður að gleymast, að mati núverandi ríkisstjórnaherra, ástæða þess að það er kosið 29. október næstkomandi. Það átti náttúrlega ekkert að kjósa fyrr en 2017. En af hverju er þá verið að kjósa núna? Jú, það er út af því að það kom í ljós að ráðamenn þjóðarinnar og fjölskyldur þeirra hefðu búið og lifað við allt annan raunveruleika en meginþorri þjóðarinnar og áttu félög og peninga í skattaskjólum. Ætli að það sé út af því að þeir treysta ekki þeim litla gjaldmiðli við notum hér á Íslandi, en vilja samt ekki gefa fólki kost á því að komast í samstarf þar sem hægt væri að taka upp stöðugan gjaldmiðil? Það verður líka að muna að það var ekki bara fyrrum forsætisráðherra sem átti peninga (eða kona hans) í útlöndum. Það var líka fjármálaráðherra sem átti svona félag sem og innanríkisráðherra sem kemur úr sama flokknum. En þau þurftu reyndar barasta ekkert að fara í frí eða hætta, þau létu bara samstarfsflokkinn um þennan skandal. En já, ég verð að biðjast afsökunar á þessari ófyrirleitni af minni hálfu í þessari smelludólgsfyrirsögn. Ég þekki ekki Trump og vil ekki þekkja Trump. En þetta vil ég þó segja: Það skiptir máli hverjir stjórna. Það skiptir máli að það séu ekki fúsk eða sérhagsmunir sem ráða för við ríkisstjórnarborðið. Nýttu kosningaréttinn þinn og ekki láta það gerast sem gerðist í BREXIT þegar eldra fólk ákvað hvernig framtíð ungs fólks í Bretlandi kemur til með að verða næstu áratugina. Láttu rödd þína heyrast!
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun