Kvíði - Ekkert smámál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 17. október 2016 11:34 Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum.Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn.Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum.Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn.Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar