Kvíði - Ekkert smámál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 17. október 2016 11:34 Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Skoðun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun