Ancelotti ósáttur og ætlar að breyta til Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 11:00 Carlo Ancelotti var ósáttur með sína menn eftir leikinn gegn Frankfurt. Vísir/Getty Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína. Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira
Carlo Ancelotti þjálfari Bayern var ósáttur með hugarfar sinna manna eftir jafnteflið gegn Frankfurt í þýsku deildinni í gær. Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar en missti niður 2-1 forystu gegn Frankfurt og það þrátt fyrir að liðið væri einum leikmanni fleiri inni á vellinum. „Við spiluðum ekki vel, við sýndum ekki gott hugarfar og lékum einfaldlega gegn liði sem var grimmara en við og nálgaðist leikinn á betri hátt," sagði Ancelotti við fjölmiðla eftir leik. „Við vorum sofandi í næstum því 45 mínútur. Seinni hálfleikurinn var örlítið betri en úrslitin voru sanngjörn fyrir bæði lið,“ bætti ítalinn snjalli við en hann þurfti að grípa í taumana og fara inn á völlinn þegar leikmönnum liðanna lenti saman eftir að leikmaður Frankfurt fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik. „Ég vildi róa mína leikmenn niður. Ég vil auðvitað að þeir haldi sér frá svona atvikum. En atvikið sýndi að mínir leikmenn voru ekki með einbeitinguna í lagi í dag.“ Ancelotti er ósáttur með að Bayern hefur átt langa kafla í leikjum tímabilsins þar sem liðið spilar ekki vel. Hann segist þurfa að gera breytingar til að laga það sem ekki er í lagi. „Við höfum verið sofandi í 45 mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu og það er of mikið. Það er kannski hægt að sleppa með að missa einbeitingu í 10 mínútur - en 45 mínútur er of mikið.“ „Ég verð ekki reiður þegar liðið mitt spilar illa. Það eina sem gerir mig reiðan er ef hugarfar leikmanna minna er rangt. Ég þarf að gera breytingar því ég vil ekki að liðið mitt sýni svona hugarfar,“ sagði Ancelotti að lokum, hundfúll með leikmenn sína.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira