Von á næturfrosti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 07:46 Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni. Vísir/Vilhelm „Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
„Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira