Von á næturfrosti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. október 2016 07:46 Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni. Vísir/Vilhelm „Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig. Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
„Eftir stórrigningar og stífan vind í vikunni, er nú allt fallið í ljúfa löð í veðrinu á Íslandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Von er á næturfrosti víða um land. Í dag verður hægur vindur á landinu og víða sólríkt á Norður- og Norðausturlandi, en annars staðar er búist við að ský hylji himininn að mestu, þó ekki sé gert ráð fyrir úrkomu að neinu ráði úr þeim skýjum. Reikna má með fimm til tíu stiga hita. „Í hægum vindi og skýlausu veðri að hausti lætur næturfrostið yfirleitt á sér kræla. Þannig var málum háttað á Norðausturlandi í nótt og sem dæmi má nefna að það mældist 3.7 stiga frost á Staðarhóli í Aðaldal og 2.8 stiga frost á Torfum í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Búast má við næturfrosti næstu nótt á þeim stöðum þar sem vindur er hægur og léttskýjað á himni,“ segir í hugleiðingunum. Á morgun tekur við fremur hæg austanátt, en aðeins blæs með suðurströndinni, kringum 10 m/s. Úrkomusvæði nálgast landið úr austri á morgun og úr því verða regndropar viðloðandi austan- og sunnanlands. Norðan- og vestantil á landinu ætti að hanga þurrt en í byrjun næstu viku er áfram gert ráð fyrir tiltölulega rólegum vindi og úrkomulitlu veðri, mesta lagi skúrir á víð og dreif. Samkvæmt nýjustu spám er síðan gert ráð fyrir að hann fari aftur í stífa sunnanátt frá og með miðvikudegi með vætu sunnan- og vestanlands. Í hlýrri sunnanáttinni fer hitinn yfir 10 stigin, einkum í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.Veðurhorfur á landinuHægviðri, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en bjart á Norðurlandi. Austlæg átt 3-8 á morgun, en 8-13 með suðurströndinni. Dálítil væta austan- og sunnanlands, en þurrt að mestu annars staðar á landinu. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil rigning með köflum sunnan- og austantil, en þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.Á þriðjudag:Suðvestan 5-10 um landið vestanvert og lítilsháttar væta. Hægari austantil og bjartviðri. Hiti 3 til 8 stig.Á miðvikudag:Gengur í stífa sunnanátt með súld eða rigningu, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 14 stig síðdegis, hlýjast fyrir norðan.Á fimmtudag og föstudag:Útlit fyrir ákveðna suðlæga átt með vætusömu veðri sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira