Nýja stjarnan með ofurstökkin Ingvi Þór Sæmundsson í Maribor skrifar 15. október 2016 07:00 Kolbrún Þöll Þorradóttir er bæði Íslands- og Norðurlandameistari í hópfimleikum og í dag gæti hún bætt Evrópumeistaratitlinum við á EM í hópfimleikum í Slóveníu. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum. Fimleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem verður 17 ára í desember, skaust upp á stjörnuhimininn á EM á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún var fyrirliði stúlknaliðsins sem endaði í 3. sæti og var svo valin í 12 manna úrvalslið mótsins, sú eina úr unglingaflokki. „Það var svolítið stór sigur fyrir mig því við vorum með nýtt og mjög ungt stúlknalið og stóðum okkur rosalega vel. Við lentum í 3. sæti og svo var hápunkturinn fyrir mig að vera valin í stjörnuliðið, það var mikill heiður,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á hótelinu sem íslenska liðið dvelst á í slóvensku borginni Maribor þar sem EM fer nú fram.Fyrstu prufur í desember Kolbrún Þöll hefur verið nokkuð áberandi frá EM 2014; verið í lykilhlutverki í sterku liði Stjörnunnar sem er bæði Íslands- og Norðurlandameistari og auglýst vörur fyrir fyrirtæki á borð við Under Armour, Subway og NOW. Í sumar var hún svo valin í kvennalandsliðið, þrátt fyrir að vera enn í unglingaflokki. „Við fórum í prufur í desember. Ég fór fyrst í unglingaprufurnar og var svo færð yfir í fullorðinsflokk í niðurskurðinum. Síðasti niðurskurðurinn var núna í ágúst og þá vissi ég að ég yrði í þessum 14 manna hópi,“ sagði Kolbrún Þöll. Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vera valin í kvennaliðið sem hefur verið flaggskip íslenskra fimleika undanfarin ár. „Þetta er ákveðinn heiður því ég gæti verið í yngra liðinu en var send upp.“Stefna á gullið Íslenska kvennaliðið hefur verið í fremstu röð í hópfimleikum síðasta áratuginn og á síðustu fimm Evrópumótum hefur Ísland unnið tvenn gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun. Kolbrún Þöll segist hafa litið upp til stelpnanna í kvennaliðinu þegar hún var yngri. „Þegar ég var lítil horfði ég á þessar stelpur og var bara: Ó mæ god! Þær voru mínar stjörnur. Það er æðislegt að vera með þeim í liði, svona draumaliði á þessu móti og á þessum tíma,“ sagði Kolbrún en í kvennaliðinu í dag eru nokkrar sem tóku þátt í að vinna til gullverðlauna á EM 2010 og 2012. Ísland endaði í 2. sæti á heimavelli fyrir tveimur árum og stelpurnar ætla ekki að láta það koma fyrir aftur. Þær þyrstir í gullið og sendu skýr skilaboð með því vera efstar í undankeppninni á fimmtudaginn. „Við stefnum á það og fyrst við gátum þetta í gær [í fyrradag] með svona mörgum mistökum, þá held ég að þetta smelli á morgun [í dag]. Við erum að reyna að endurheimta titil sem okkur langar allar svo mikið í,“ sagði Kolbrún Þöll að lokum.
Fimleikar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira