Ungir kjósendur athugið! Lýður Árnason skrifar 14. október 2016 07:00 Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun