Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tæplega hundrað Makedóníumenn komu til landsins á sex vikna tímabili - ræðismaður Makedóníu segir fólkið meðvitað um seinagang hælismála. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ræðismaðurinn telur að stór hluti fólksins geri sér grein fyrir því að þeir fái ekki hæli hér á landi en komi hingað til að nýta sér hægagang kerfisins til að vinna og safna peningum.

Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Alþingi en þar verður fundað fram eftir kvöldið og frá Kaldalóni í Hörpu en þar sem menntastefna landsins til umfjöllunar á fjölmennum fundi Samtaka iðnaðarins.

Þá verður ítarlega fjallað um kappræður Hillary Clinton og Donald Trump en annað eins skítkast hefur ekki sést í forsetakappræðum í Bandaríkjunum. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×