Forsendur ferðaþjónustu og stefna VG Jakob S. Jónsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: „Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúru landsins skal sýnd nærgætni og virðing, enda er hún einstök; hún er enn í sköpun og mótun og er sem slík áhugavert lærdómsefni bæði okkur heimamönnum og ferðamönnum sem koma frá eldri og grónari löndum. Náttúra Íslands er ekki eingöngu landið heldur líka hafið umhverfis og lífríki þess, sem er nálægt sjö sinnum stærra en landið sjálft. Þeir sem til þekkja segja að við höfum þekkingu á u.þ.b. 5% þess, sem býr í hafinu, annað er okkur ennþá hulið. Það er gríðarleg áskorun að takast á við að auka þekkingu okkar á þessum leyndardómi sem er umhverfis landið okkar og gera þá þekkingu aðgengilega okkur sjálfum og erlendum gestum okkar. Ísland á alla möguleika á því að vera leiðandi þegar kemur að því að veita ferðaþjónustu tilgang umfram afþreyingu. Einkafyrirtæki eru þegar farin að leggja grunn að ferðaþjónustu sem hefur vistkerfið og fjölbreytileik lífríkisins sem viðfangsefni sitt. Sú ferðaþjónusta er í mótun og nú þurfa stjórnvöld að koma á móti með markvissri ferðamálastefnu, sem gerir ráð fyrir eflingu rannsókna á lífríki lands og sjávar, náttúruvernd sem forsendu ferðaþjónustu, eflingu landvörslu og orkuskiptum í samgöngum. Auk þess þarf að stórauka menntun á öllum skólastigum um sérstöðu landsins, vistkerfi þess og haldbæra móttöku ferðamanna. Kannanir sýna að ferðamenn sækja í auknum mæli í menningu lands og sögu og hér eiga allar byggðir lands sóknartækifæri. Ferðaþjónusta, sem byggir á list og sögu verður ekki efld nema á forsendum hverrar byggðar og með því að heimafólk á hverjum stað sé í forsvari fyrir uppbyggingu og skipulagi slíkrar ferðaþjónustu. Hið opinbera þarf að tryggja að stofnanaumgjörðin þjóni þeirri uppbyggingu. Uppbygging af þessu tagi kallar á fagmenntuð störf í leiðsögn og fræðslu, gjarnan í samræmi við evrópustaðal um leiðsögunám, sem segir að leiðsögumaðurinn sé túlkandi landsins, náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar. Þá þarf að tryggja að skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna séu ávallt með íslenskri leiðsögn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill ferðaþjónustu sem byggir á samvinnu aðila í atvinnugreininni enda snýst ferðaþjónusta um að fólk vinni fyrir fólk. Íslensk ferðaþjónusta hefur allt sem þarf til að verða samfélagsafl í þágu jákvæðrar atvinnuuppbyggingar, náttúruverndar og betra mannlífs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar