Kosið um gott líf á laugardaginn Almar Guðmundsson skrifar 27. október 2016 00:00 Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun