Sjúkraþjálfun styrkir heilsugæsluna Unnur Pétursdóttir skrifar 25. október 2016 00:00 Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfun er verulega vannýtt úrræði í heilbrigðiskerfinu en gæti sparað háar upphæðir og aukið skilvirkni heilsugæslunnar. Víða erlendis er það þekkt að sjúkraþjálfarar starfa á heilsugæslustöðvum. Starf þeirra þar er einkum fólgið í fræðslu, ráðgjöf og móttöku skjólstæðinga með stoðkerfiseinkenni og lífstílssjúkdóma. Það er þekkt vandamál hversu erfitt er að komast að hjá heimilislæknum hér á landi og ekkert útlit er fyrir því að það lagist á næstunni. Almennt er talið að yfir helmingur heimsókna til heimilislækna hér á landi sé vegna stoðkerfiseinkenna. Þar sem stoðkerfismóttökur með sjúkraþjálfara í broddi fylkingar eru til staðar erlendis hefur aftur á móti náðst mikill árangur við að losa talsvert um ásetinn tíma heimilslæknanna. Nýlega urðu þær breytingar í heilsugæslunni hérlendis að sálfræðingar voru ráðnir inn á stöðvarnar og er það fagnaðarefni. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa alla tíð átt náið og gott samstarf og samstarf þeirra á heilsugæslustöðvum væri ákjósanlegt módel fyrir heilsugæsluna að þróa í baráttunni við lífsstílssjúkdóma. Á skal að ósi stemma, segir í máltækinu og ekki er vanþörf á að halda því á lofti þegar hugað er að heilbrigðiskerfinu. Hátækni, lyf og skurðaðgerðir eru afar dýr úrræði og því nauðsynlegt að huga að því hvað hægt er að gera áður en til þeirra úrræða þarf að grípa. Forvarnir, fræðslu og sjúkraþjálfun má stórefla í þessum tilgangi. Sé ráðamönnum alvara í því að efla heilsugæsluna þá er stórfelld efling sjúkraþjálfunar og aðkoma fleiri heilbrigðisstétta innan hennar lykillinn að lausn þess stóra verkefnis.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun