Svar til Halldórs Gunnarssonar um lífeyrismál Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2016 07:00 19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun