Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 14:00 Myndin er samsett Vísir/Getty Sé horft til þess sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt um loftslagsmál og hlýnun jarðar má fastlega gera ráð fyrir því að forsetakjör hans séu váleg tíðindi í loftslagsmálum. Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu.Trump hefur margrætt um áætlanir sínar í umhverfismálum, eða skort þar á, þó lítið hafi verið fjallað um þær fyrir kosningar. Nefna má að nánast ekkert var minnst á hlýnun jarðar og stefnu frambjóðendanna tveggja í kappræðum fyrir kosningarnarSjá einnig: Loftslagssamningur samþykktur í ParísHann hefur sagt að hann muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá hefur hann einnig gefið skyn í að hann muni koma í veg fyrir frekari greiðslur úr vösum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna sem eyrnamerktar eru loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 og að fara skuli yfir stöði mála á fimm ára fresti. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu getur ekkert ríki sem er aðili að samkomulaginu dregið sig úr því á næstu fjórum árum en í raun er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Trump og ríkisstjórn hans framfylgi einfaldlega ekki samkomulaginu.Það þótti stórmerkilegur áfangi þegar tókst að ná samkomulagi í aðgerðum í loftslagsmálum í París í fyrra.Barack Obama, núverandi Bandaríkjaforseti, hefur eytt miklu púðri í forsetatið sinni að setja upp reglugerðir í umhverfismálum til þess að draga úr koltvísýringsútblæstri Bandaríkjanna. Með stuðningi þingsins, sem er alfarið í höndum Repúblikana, er fátt því til fyrirstöðu að Trump felli úr gildi þau lög og reglugerðir sem Obama hefur unnið í að koma í verk líkt og Trump hefur sagt að hann muni stefna á.Trump hefur einnig sagst vilja losna við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna og lýst því starfi sem þar er unnið sem hneisu. Þá vill Trump koma í veg fyrir frekari útgjöld bandaríska ríkisins til þróunar á hreinni orku, svo sem, vind- og sólarorku sem og þróun rafbíla.Sjá einnig:Hlýnun jarðar dýrkeypt fyrir efnahagslífiðÞá hefur Trump gefið út að hann vilji auka kolaframleiðslu Bandaríkjanna, bora eftir olíu á verndarsvæðum og auka framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Gangi þetta allt eftir má gera ráð fyrir að útblástur Bandaríkjanna á koltvísýringi aukist um 3,4 milljarða tonna umfram þær tillögur sem Hillary Clinton gerði ráð fyrir að koma í verk hefði hún verið kjörin forseti, samkvæmt útreikningum Lux Research.Söguleg og áætluð þróun útblársturs Koltvísýrings í Bandaríkjunum.Mynd/Lux ResearchÁ síðustu átta árum hefur unnist árangur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þar hefur Barack Obama leikið lykilhlutverk ásamt öðrum þjóðarleiðtogum og meðal annars fengið Kína, helsta útblástursríki koltvísýrings í heiminum, til þess að stefna að því að draga úr útblástri gróðurhúsalofttegunda.Saman bera Kína og Bandaríkin ábyrgð á um 40 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda. Parísarsamkomulagið þótti talsverður áfangasigur í baráttunni gegn hlýnun jarðar og átti að marka nýtt upphaf þar sem ríki heimsins gripu til sameiginlegra aðgerða til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Sjá einnig:Ekkert lát á hlýnun jarðarSamkomulagið er þó brothætt og ekki er erfitt að ímynda sér að dragi Trump Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu muni leiðtogar ríkja eins og Indlands og Kína hugsa með sér að þeir þurfi ekki að taka af festu á þessum málum í ljósi þess að leiðtogum Bandaríkjanna sé sama um loftslagsmál.Hitastig sjávar hækkar og hækkar.Vísir/GettyLjóst er að fari hitastig hækkandi í heiminum verða áhrifin alvarleg og munu hafa æ meiri áhrif á líf allra jarðarbúa eftir því sem líða tekur á þessa öld samkvæmt loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.Meðal annars má búast við auknum veðuröfgum, flóðum og fárviðrum ásamt þurrkum og hitabylgjum. Sérstök athygli er vakin á þeirri hættu sem stafar af því að þurrkarnir geta eyðilagt uppskeru og haft mikil áhrif á matvælaöryggi fólks. Þá er reiknað með að hækkandi hitastig í heiminum gæti kostað alþjóðlega hagkerfið yfir tvær billjónir dollara fyrir árið 2030. Hafa verður þó huga að alls er óvíst hvort að Trump muni standa við stóru orðin þegar til kastanna kemur. Umhverfismál eru ofarlega á baugi í Bandaríkjunum og hafa ríki á borð við New York og Kaliforníu samþykkt metnaðarfullar áætlanir í umhverfismálum. Þá vakti athygli að heyra mátti sáttartón í sigurræðu Trump í morgun þar sem hann þakkaði meðal annars Clinton fyrir störf sín fyrir Bandaríkin í gegnum árin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Bandaríkjaþing áfram undir stjórn Repúblikana Ljóst er að úrslit kosninganna munu auðvelda starf Donald Trump sem forseta til muna 9. nóvember 2016 08:50 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Sé horft til þess sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt um loftslagsmál og hlýnun jarðar má fastlega gera ráð fyrir því að forsetakjör hans séu váleg tíðindi í loftslagsmálum. Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu.Trump hefur margrætt um áætlanir sínar í umhverfismálum, eða skort þar á, þó lítið hafi verið fjallað um þær fyrir kosningar. Nefna má að nánast ekkert var minnst á hlýnun jarðar og stefnu frambjóðendanna tveggja í kappræðum fyrir kosningarnarSjá einnig: Loftslagssamningur samþykktur í ParísHann hefur sagt að hann muni draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá hefur hann einnig gefið skyn í að hann muni koma í veg fyrir frekari greiðslur úr vösum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna sem eyrnamerktar eru loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 og að fara skuli yfir stöði mála á fimm ára fresti. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu getur ekkert ríki sem er aðili að samkomulaginu dregið sig úr því á næstu fjórum árum en í raun er ekkert sem getur komið í veg fyrir að Trump og ríkisstjórn hans framfylgi einfaldlega ekki samkomulaginu.Það þótti stórmerkilegur áfangi þegar tókst að ná samkomulagi í aðgerðum í loftslagsmálum í París í fyrra.Barack Obama, núverandi Bandaríkjaforseti, hefur eytt miklu púðri í forsetatið sinni að setja upp reglugerðir í umhverfismálum til þess að draga úr koltvísýringsútblæstri Bandaríkjanna. Með stuðningi þingsins, sem er alfarið í höndum Repúblikana, er fátt því til fyrirstöðu að Trump felli úr gildi þau lög og reglugerðir sem Obama hefur unnið í að koma í verk líkt og Trump hefur sagt að hann muni stefna á.Trump hefur einnig sagst vilja losna við Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna og lýst því starfi sem þar er unnið sem hneisu. Þá vill Trump koma í veg fyrir frekari útgjöld bandaríska ríkisins til þróunar á hreinni orku, svo sem, vind- og sólarorku sem og þróun rafbíla.Sjá einnig:Hlýnun jarðar dýrkeypt fyrir efnahagslífiðÞá hefur Trump gefið út að hann vilji auka kolaframleiðslu Bandaríkjanna, bora eftir olíu á verndarsvæðum og auka framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Gangi þetta allt eftir má gera ráð fyrir að útblástur Bandaríkjanna á koltvísýringi aukist um 3,4 milljarða tonna umfram þær tillögur sem Hillary Clinton gerði ráð fyrir að koma í verk hefði hún verið kjörin forseti, samkvæmt útreikningum Lux Research.Söguleg og áætluð þróun útblársturs Koltvísýrings í Bandaríkjunum.Mynd/Lux ResearchÁ síðustu átta árum hefur unnist árangur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þar hefur Barack Obama leikið lykilhlutverk ásamt öðrum þjóðarleiðtogum og meðal annars fengið Kína, helsta útblástursríki koltvísýrings í heiminum, til þess að stefna að því að draga úr útblástri gróðurhúsalofttegunda.Saman bera Kína og Bandaríkin ábyrgð á um 40 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda. Parísarsamkomulagið þótti talsverður áfangasigur í baráttunni gegn hlýnun jarðar og átti að marka nýtt upphaf þar sem ríki heimsins gripu til sameiginlegra aðgerða til að stemma í stigu við hlýnun jarðar. Sjá einnig:Ekkert lát á hlýnun jarðarSamkomulagið er þó brothætt og ekki er erfitt að ímynda sér að dragi Trump Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu muni leiðtogar ríkja eins og Indlands og Kína hugsa með sér að þeir þurfi ekki að taka af festu á þessum málum í ljósi þess að leiðtogum Bandaríkjanna sé sama um loftslagsmál.Hitastig sjávar hækkar og hækkar.Vísir/GettyLjóst er að fari hitastig hækkandi í heiminum verða áhrifin alvarleg og munu hafa æ meiri áhrif á líf allra jarðarbúa eftir því sem líða tekur á þessa öld samkvæmt loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.Meðal annars má búast við auknum veðuröfgum, flóðum og fárviðrum ásamt þurrkum og hitabylgjum. Sérstök athygli er vakin á þeirri hættu sem stafar af því að þurrkarnir geta eyðilagt uppskeru og haft mikil áhrif á matvælaöryggi fólks. Þá er reiknað með að hækkandi hitastig í heiminum gæti kostað alþjóðlega hagkerfið yfir tvær billjónir dollara fyrir árið 2030. Hafa verður þó huga að alls er óvíst hvort að Trump muni standa við stóru orðin þegar til kastanna kemur. Umhverfismál eru ofarlega á baugi í Bandaríkjunum og hafa ríki á borð við New York og Kaliforníu samþykkt metnaðarfullar áætlanir í umhverfismálum. Þá vakti athygli að heyra mátti sáttartón í sigurræðu Trump í morgun þar sem hann þakkaði meðal annars Clinton fyrir störf sín fyrir Bandaríkin í gegnum árin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Bandaríkjaþing áfram undir stjórn Repúblikana Ljóst er að úrslit kosninganna munu auðvelda starf Donald Trump sem forseta til muna 9. nóvember 2016 08:50 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mun Trump standa við stóru orðin? Verðandi forseti Bandaríkjanna hefur látið frá sér fjöldan allan af umdeildum ummælum. 9. nóvember 2016 11:00
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Velta fyrir sér hvort Sanders hefði haft betur gegn Trump Kannanir sýndu að Sanders stóð betur að vígi gegn Trump en Clinton. En nú spyrja margir, hvaða mark er takandi á könnunum? 9. nóvember 2016 10:28
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30
Bandaríkjaþing áfram undir stjórn Repúblikana Ljóst er að úrslit kosninganna munu auðvelda starf Donald Trump sem forseta til muna 9. nóvember 2016 08:50
Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50