Halldór í ruglinu Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2016 00:00 Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Félagslegum íbúðum í Reykjavík hefur fjölgað á undanförnum árum. Miðað við höfðatölu býður borgin upp á allt að átta sinnum fleiri félagslegar íbúðir en nágrannasveitarfélögin. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur undanfarna daga farið í mikinn í umræðu um nýlega skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og fullyrt að ekkert hafi gerst í að fjölga félagslegum íbúðum í höfuðborginni síðan 2010. Halldór hefur verið ansi gífuryrtur og sagt borgarstjóra bulla. Að gefnu tilefni þá er því hér með komið á framfæri að félagslegar íbúðir í Reykjavík í september voru 2.351 talsins, þar af 1.916 almennar félagslegar íbúðir, og hefur þeim fjölgað um 109 á tveimur árum. Sé horft áratug aftur í tímann fjölgaði félagslegum íbúðum í Reykjavík um 612 í það heila. Félagslegum íbúðum hefur því ekki verið að fækka í Reykjavík þvert á það sem Halldór hefur haldið fram. Hins vegar er rétt að fram komi að íbúðunum fjölgaði ekki um eina árið 2010, en það er einmitt árið sem Sjálfstæðismenn voru síðast í meirihluta í Reykjavík. Eflaust eru einhver tilefni fyrir oddvita Sjálfstæðismanna að gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang en hér er ekki um slíkt tilefni að ræða. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað og stefnumörkun borgarinnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Í stað þess að tala þessa hluti niður ætti Halldór miklu frekar að leggja meirihlutanum lið og um leið öllum borgarbúum. Eðlilegra væri að Halldór myndi sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beina athyglinni að stöðunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík eru um 16 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa, í Kópavogi eru 12 íbúðir á hverja þúsund, í Hafnarfirði eru íbúðirnar 8 en hjá Seltjarnarnesi og Garðabæ eru um það bil tvær á hverja þúsund íbúa. Félagslegar íbúðir í Reykjavík eru því hlutfallslega átta sinnum fleiri en í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Íbúðunum er í þokkabót að fjölga í borginni og því ljóst að það er ekki Reykjavíkurborg sem dregur lappirnar heldur sveitarfélögin í kringum Reykjavík þar sem félagar Halldórs ráða ríkjum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun