Allt að því marautt á Íslandi á meðan snjóar í Skandinavíu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 13:36 Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Vísir/Eyþór „Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
„Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira