Handbolti

Nauðsynlegum sigur hjá lærisveinum Patreks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld.
Patrekur stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. vísir/afp
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska handboltalandsliðið unnu Bosníu með minnsta mun, 22-23, í Sarajevo í undankeppni EM 2018 í kvöld.

Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Austurríki en liðið tapaði óvænt fyrir Finnlandi í 1. umferð riðlakeppninnar.

Austurríkismenn eru nú með tvö stig í riðli 3, jafnmörg og Finnar en tveimur stigum minna en topplið Spánverja. Bosníumenn eru enn án stiga.

Leikurinn í Sarajevo í kvöld var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að hafa forystuna.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom Raul Santos Austurríki þremur mörkum yfir, 16-19. En Bosníumenn gáfust ekki upp, svöruðu með 5-2 kafla og jöfnuðu metin í 21-21.

Faruk Vrazalic kom Bosníu því næst yfir, 22-21, en Wilhelm Jelinek jafnaði metin. Það var svo Gerald Zeiner sem tryggði Austurríki bæði stigin þegar hann skoraði sigurmarkið hálfri mínútu fyrir leikslok.

Hornamennirnir Robert Weber og Santos voru markahæstir í austurríska liðinu. Weber skoraði sex mörk og Santos fimm.


Tengdar fréttir

Strákarnir hans Patreks misstigu sig gegn Finnum

Austurríska handboltalandsliðið, sem Patrekur Jóhannesson þjálfar, tapaði óvænt fyrir Finnum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Lokatölur 27-31, Finnlandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×