Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ef ekki fæst niðurstaða í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hætt við því að starf grunnskólanna raskist á næstunni. vísir/vilhelm Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira