Innlent

Vilja "aftengja tímasprengju“

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Vísir
Píratar taka undir kröfu launþega og atvinnurekenda um að Alþingi „aftengi tímasprengju“ sem kjararáð hafi kastað með hækkun launa þingmanna og ráðherra.

„Þetta er sprengja og á meðan hún er þarna inni þá tifar hún. Það eru að verða lausir samningar hjá ýmsum stéttum, kennurum og sjómönnum og svo eru allir samningar lausir í vor,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.

Rammalöggjöf sem unnið sé að með SALEK sé líka í uppnámi. „Um að færa okkur í norræna módelið, vera með langtíma stöðugar og hagkvæmar hækkanir á launum.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×