Kennarar íhuga uppsagnir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2016 18:45 Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56