Góður kennari skiptir öllu máli Valdimar Víðisson skrifar 2. nóvember 2016 15:50 Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á þessu ári hafa grunnskólakennarar fellt kjarasamning í tvígang. Fyrst í júní og svo aftur núna í haust. Stjórn FG (félags grunnskólakennara) ákvað því að heimsækja skóla til að heyra beint í kennurum. Gott framtak sem mun ábyggilega skila miklu í þá vinnu sem er framundan. Grunnskólakennarar voru því tiltölulega rólegir þar sem þessi vinna er í gangi. En hvað gerist svo? Jú, kjararáð ákveður að hækka laun æðstu embætismanna um mörg hundruð þúsund, ekki á ári, nei, á mánuði. Launahækkanirnar eru hærri heldur en meðalkennari er að fá útborgað um hver mánaðarmót. Þessi ákvörðun var því ákveðið kjaftshögg fyrir kennarastéttina sem er samningslaus og þarf að berjast fyrir hverju einasta prósenti í launahækkunum. Þar fyrir utan þurfa kennarar að skilgreina vinnutímann sinn og verkefni. Það þurfa þeir ekki að gera sem heyra undir kjararáð. Hver er sanngirnin í því? Eru þeir sem heyra undir kjararáð merkilegra og betra fólk en við hin? Grunnskólakennarar eru svo langt í frá öfundsverðir af sínum launum. Einhleypur kennari með börn á sínu framfæri þarf að vera í aukavinnu til að láta enda ná saman. Hver er sanngirnin í því? Starf grunnskólakennara er mjög gefandi og skemmtilegt starf. En það er mikið álagsstarf og áreitið er gífurlega mikið. Laun þeirra þurfa því að vera góð. Þetta er ekki spurning um að semja um vinnutíma, verkefni eða viðveru, þetta er spurning um að hækka launin og það umtalsvert. Viðsemjendur kennara benda á að það hafa orðið hækkanir undanfarin ár, það er vissulega rétt. En það gleymist að kennarar voru þá að selja eitthvað annað eins og t.d. afsláttartíma í kennslu. Umræðan í samfélaginu er ekki alltaf með kennurum. Starfið er talað niður og því miður eru það í sumum tilfellum kennarar sjálfir sem gera það. Því þarf að breyta. Grunnskólakennarar hafa fáa bandamenn þar sem umræðan er oft á þá leið að kennarar séu svo oft í fríi, fái mikið svigrúm og fleira í þeim dúr. Kennari í fullu starfi skilar af sér tæplega 43 klst. á viku í vinnu. Umframtíminn sem hann vinnur er þá til að vinna af sér jóla- og páskafrí. Veikindafjarvistir kennara hafa aukist undanfarin ár. Ég tel að það sé að einhverju leyti vegna mikils álags. Kennarar eru oft búnir á því. Búnir á því vegna álags, áreitis og einnig einfaldlega langþreyttir á sinni stöðu. Ég skora því á sveitarfélögin að skoða þetta frá grunni. Við þurfum sátta kennara. Kennara sem eru stoltir af sínu starfi og sáttir með sín laun. Það eru mun færri sem hefja kennaranám í dag heldur en fyrir nokkrum árum og því lítur út fyrir að það verði kennaraskortur í framtíðinni. Af hverju sækja svona fáir í námið? Jú, það borgar sig bara ekki að leggja á sig þetta háskólanám fyrir þessi laun. Það er bara þannig.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun