Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 12:04 Bjarni á Bessastöðum í dag. Vísir/Eyþór „Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“ Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17