Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:17 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara. Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara.
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00