Borgarstjóri fer formlega fram á að laun borgarfulltrúa hækki ekki Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili. Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem hann skorar á þá að grípa inn í úrskurð kjararáðs. Í bréfinu segir meðal annars að samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála sé í fullkomnu uppnámi vegna úrskurðarins. Þá hefur Dagur einnig farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, að honum meðtöldum, hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember. Grunnlaun borgarfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréf hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Dagur einnig að ákvörðun kjararáðs gangi fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Bréf borgarstjóra til þingmanna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Ágæti þingmaður.Það hefði verið óskandi að geta með bréfi þessu látið nægja að óska þér til hamingju með kjörið og bera fram óskir um gott samstarf. Í ljósi úrskurðar kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta Íslands get ég þó ekki látið hjá líða en að skora á þig, nýtt Alþingi og ríkisstjórn að gera það að sínu fyrsta verki að grípa inn í þennan úrskurð.Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu - í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa.Ég vona að allir geri sér grein fyrir alvarleika málsins og hvað er í húfi. Í mínum huga er samstarf stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um þróun kjaramála í fullkomnu uppnámi ef ekkert verður að gert. Þá er stöðugleiki úr sögunni og allir tapa. Það er augljóst mál.Að lokum vil ég ítreka hamingjuóskir með kjör þitt og sæti á Alþingi. Ég óska þér velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru á nýhöfnu kjörtímabili.
Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40