Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2016 10:12 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink „Hún slær mig frekar illa, það verður að segjast eins og er,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, spurður út í ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir og einhvern veginn ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði,“ segir Óttarr sem segir að það sé nokkuð öruggt að þessar hækkanir muni ekki hjálpa til við að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði.Sjá einnig: Bjarni Ben um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Spurður hvort þingheimur geti brugðist við þessum hækkunum á einhvern hátt þegar þing kemur aftur saman segist Óttarr eiga erfitt með að átta sig á því. „Væntanlega getur þingheimur alltaf sett einhverskonar sérlög eða hvað, en annars átta ég mig ekki á því tæknilega,“ segir Óttarr. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti í gær að hann muni halda áfram viðræðum við leiðtoga flokka í dag til að skera úr um hver muni fá stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Spurður hvort hann sé á leið upp á Bessastaði í dag til viðræðna við forseta svarar Óttarr: „Ég geri það ef forsetinn kallar eftir mér.“ Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
„Hún slær mig frekar illa, það verður að segjast eins og er,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, spurður út í ákvörðun kjararáðs um að hækka laun þingmanna um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir og einhvern veginn ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði,“ segir Óttarr sem segir að það sé nokkuð öruggt að þessar hækkanir muni ekki hjálpa til við að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði.Sjá einnig: Bjarni Ben um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ Spurður hvort þingheimur geti brugðist við þessum hækkunum á einhvern hátt þegar þing kemur aftur saman segist Óttarr eiga erfitt með að átta sig á því. „Væntanlega getur þingheimur alltaf sett einhverskonar sérlög eða hvað, en annars átta ég mig ekki á því tæknilega,“ segir Óttarr. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti í gær að hann muni halda áfram viðræðum við leiðtoga flokka í dag til að skera úr um hver muni fá stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Spurður hvort hann sé á leið upp á Bessastaði í dag til viðræðna við forseta svarar Óttarr: „Ég geri það ef forsetinn kallar eftir mér.“
Kjararáð Tengdar fréttir Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00 Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals. 1. nóvember 2016 07:00
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Segir ekkert Salek samkomulag gilda hjá Kjararáði. 31. október 2016 20:26