Allt í plasti Líf Magneudóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við búum í neyslusamfélagi þar sem við erum að drukkna í drasli. Margir hlutir eru auðvitað nauðsynlegir en alls ekki allir. Og við þurfum alveg örugglega ekki allar þessar einnota plastumbúðir – jafnvel plastumbúðir í plastumbúðum! Yfirgengileg neysla okkar hefur nefnilega slæm áhrif á lífríkið og umhverfi okkar. Allt sem við látum frá okkur út í náttúruna skilar sér aftur til okkar, með góðu eða illu, því við lifum á afurðum hennar. Offramleiðsla á hlutum og vörum – svo ekki sé minnst á einnota umbúðir sem umlykja alla skapaða hluti – er mikill meinvaldur og það er löngu orðið tímabært að grípa til aðgerða. Borgir mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum slag. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að fólk geti flokkað sorp sem mest á heimilum sínum. En borgin viðheldur líka óþarfa neyslu sem risastór innkaupaaðili. Þarna þarf borgin að vera til fyrirmyndar og leiðandi í að hætta að kaupa óþarfa eins og t.d. einnota umbúðir og einnota plast. Margt er gert nú þegar til að innleiða vistvæn innkaup á starfsstöðvum borgarinnar og fyrir lok ársins eiga þær allar að vera búnar að tileikna sér Græn skref. Í þeim felst m.a. að allir starfsmenn noti margnota poka í innkaupum og að ekki verði keyptar vörur sem innihalda plastagnir ásamt ótal mörgu öðru sem stuðlar að umhverfisvernd. Það má hins vegar alltaf gera betur. Og best gengur þegar við tökum höndum saman. Við, íbúar Reykjavíkur, getum líka breytt neysluvenjum okkar. Við getum gert betur í að flokka sorp og minnka sótspor okkar. Til stendur að samþykkja tillögu í borgarstjórn í dag sem miðar að því að hefja aðgerðir gegn einnota umbúðum. Við ætlum að auka fræðslu í samstarfi við grasrótarfélög, kaupmenn og íbúa. Ég vona að á komandi misserum takist Reykjavík að verða umhverfisvænasta borg í heimi. Við höfum öll tækifæri til þess og getum það! Losum okkur við einnota plast og aðrar umbúðir og gerum enn betur í endurnýtingu og endurvinnslu. Við skulum setja markið hátt og bjarga okkur frá því að drukkna í einnota umbúðum neysluhyggjunnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun