Handbolti

Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolaj Jacobsen ræðir málin við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel.
Nicolaj Jacobsen ræðir málin við Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel. Vísir/Getty
Sá sem hefur helst verið orðaður við stöðu Guðmundar Guðmundssonar sem þjálfari danska handboltalandsliðsins er Nikolaj Jacobsen, fyrrverandi skytta Kiel og danska landsliðsins, sem er í dag þjálfari Þýskalandsmeistara Rhein-Neckar Löwen.

Jacobsen er einmitt maðurinn sem tók við starfi Guðmundar hjá Löwen eftir að sá síðarnefndi réð sig í stöðu landsliðsþjálfara Danmerkur árið 2014.

„Það verður líklega hann sem tekur við landsliðinu,“ sagði Andreas Kraul, íþróttafréttamaður DR, sem segir Jacobsen ólíkan Guðmundi að mörgu leyti.

„Hann er mjög danskur,“ segir Kraul í léttum dúr. „Hann er afar vinalegur en vill vera harður í horn að taka og vinna titla. En um leið vill hann vera vinur leikmanna,“ sagði hann enn fremur.

Jacobsen spilaði um 150 landsleiki með Danmörku og var áður þjálfari Álaborgar, sem hann gerði að dönskum meisturum árið 2013, áður en hann hélt til Þýskalands. Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson spila undir hans stjórn hjá Rhein-Neckar Löwen.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Guðmundur: Getur vel farið svo að ég hætti í handbolta

"Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég var búinn að velta þessu lengi fyrir mér,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson í samtali við Vísi en það var tilkynnt í morgun að hann muni hætta með danska landsliðið á næsta ári.

Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir

Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×