Mínútuþögn á æfingum Real Madrid og Barcelona í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30
Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30