Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. nóvember 2016 11:00 Jens Gunnarsson mætir í dómssal í morgun. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels. Vísir/Ernir Rannsóknarlögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þangarskyldu og brot í opinberu starfi neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumanninum, Jens Gunnarsson, var vikið frá störfum þegar málið kom upp í lok árs 2015 og hefur verið frá störfum síðan. Ákæra var gefin út í málinu fyrr í mánuðinum en auk lögreglumannsins eru tveir aðrir menn ákærðir í málinu sem lögreglumaðurinn átti í samskiptum við vegna starfs síns. Annar þeirra, Pétur Axel Pétursson, á fimmtán ára sakaferill að baki en þyngsti dómurinn er sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu kannabisplantna og hass. Til viðbótar hefur honum verið gerð sex sinnum refsing fyrir fíkniefnabrot. Pétur Axel neitaði sömuleiðis sök við þingfestingu í morgun. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, er svo ákærður fyrir að samskipti við lögreglumanninn sem var lofað tveimur flugmiðum og hálfri milljón í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka. Hann neitaði sömuleiðis sök.Vilja að aðalmeðferð verði lokuð Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, fer fram á að hluti aðalmeðferðar í málinu fari fram fyrir luktum dyrum. Telur hann að málflutningur og vitnaleiðslur kalli á það. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels, fer fram á að þinghald verði alfarið lokað. Þá var tekist á um það í morgun hvort verjendur fengu afrit af upptökum sem saksóknari hefur undir höndum. Féllst saksóknari á að verjendur fengju að hlusta á upptökurnar en fengu þær ekki afhentar. Fyrirtaka í málinu verður þann 6. janúar. Ákæruliðirnir sem snúa að lögreglumanninum eru alls fjórir og er fjallað um þá hér að neðan.Gottskálk mætir í dómssal ásamt verjanda sínum, Eiríki Elís Þorlákssyni.Vísir/ErnirEiga að hafa hist á fundi í ÖskjuhlíðÍ fyrsta lið ákærunnar er lögreglumaðurinn Jens, sem starfaði í fíkniefnadeild lögreglunnar, ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi og Pétur Axel er ákærður fyrir hlutdeild í broti lögreglumannsins. Er því lýst í ákærunni að þeir hafi hist í Öskjuhlíð í Reykjavík síðsumars eða síðla hausts 2015. Á fundi þeirra á lögreglumaðurinn að hafa upplýst Pétur Axel um að hann hefði ekki heyrt minnst á hann hjá samstarfsmönnum sínum í deildinni í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá á hann einnig að hafa greint Pétri frá innra skipulagi og málefnum fíkniefnadeildar auk þess að greina honum frá nöfnum og hlutverki lögreglumanna í deildinni. Þá á Jens einnig að hafa upplýst ítrekað um skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar sem heldur utan um fíkniefnamál, mansal og vændi þegar upplýsingar sem vörðuðu manninn voru skráðar þar. Gerðist þetta frá árinu 2013 til ársloka 2015 og er Pétur Axel ákærður fyrir að hafa hvatt Jens til þess að láta sér upplýsingarnar í té. Sakaður um að hafa sent manninum sms og heimtað peningÍ öðrum lið ákærunnar eru Jens og Pétur Axel ákærðir fyrir spillingu. Er lögreglumanninum gefið að sök að hafa látið meðákærða „lofa sér og tekið við frá honum Nokia 130 síma, og í lok mars 2015 eða síðar móttekið Samsung Galaxy fame síma að andvirði kr. 19.990 [...] í tengslum við starf ákærða [...] sem lögreglumaður,“ að því er segir í ákæru. Jens er einnig ákærður fyrir spillingu vegna sms-skilaboða sem hann sendi Pétri Axel í ágúst 2012 þar sem hann á að hafa heimtað pening af manninum. Ætlaði að láta manninn hafa skýrslu frá slitastjórn KaupþingsÞriðji liður ákærunnar snýr einnig að spillingu og er Jens ákærður auk Gottskálks. Á Jens að hafa verið í sms-samskiptum við manninn þar sem hann lét lofa sér hálfri milljón í peningum og tveimur flugmiðum með WOW air gegn því að lögreglumaðurinn útvegaði Gottskálki skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“Ákærður fyrir stórfellda og ítrekað vanrækslu og hirðuleysi í starfiÍ fjórða lið ákærunnar er Jens svo ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Á hann að hafa „gerst sekur um stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu, með því að varðveita 1,18 grömm af amfetamíni og 10 millilítra af vefaukandi sterum af gerðinni bodenón undecýlenat og 20 millilítra af testósterón prípíónati í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum [...]“ eins og segir í ákæru. Þá er Jens einnig ákærður fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu „með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum, en ákærði sem taldi byssurnar hafa verið haldlagðar af lögreglu, gat ekki skýrt hvaða máli þær tengdust, en þær átti að varðveita í geymslu fyrir haldlagða muni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa farið fram á síma, flugmiða og hálfa milljón fyrir upplýsingagjöf Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi er ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Greint var frá því í liðinni viku að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður. 21. nóvember 2016 17:11 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þangarskyldu og brot í opinberu starfi neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumanninum, Jens Gunnarsson, var vikið frá störfum þegar málið kom upp í lok árs 2015 og hefur verið frá störfum síðan. Ákæra var gefin út í málinu fyrr í mánuðinum en auk lögreglumannsins eru tveir aðrir menn ákærðir í málinu sem lögreglumaðurinn átti í samskiptum við vegna starfs síns. Annar þeirra, Pétur Axel Pétursson, á fimmtán ára sakaferill að baki en þyngsti dómurinn er sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu kannabisplantna og hass. Til viðbótar hefur honum verið gerð sex sinnum refsing fyrir fíkniefnabrot. Pétur Axel neitaði sömuleiðis sök við þingfestingu í morgun. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, er svo ákærður fyrir að samskipti við lögreglumanninn sem var lofað tveimur flugmiðum og hálfri milljón í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka. Hann neitaði sömuleiðis sök.Vilja að aðalmeðferð verði lokuð Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í málinu, fer fram á að hluti aðalmeðferðar í málinu fari fram fyrir luktum dyrum. Telur hann að málflutningur og vitnaleiðslur kalli á það. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels, fer fram á að þinghald verði alfarið lokað. Þá var tekist á um það í morgun hvort verjendur fengu afrit af upptökum sem saksóknari hefur undir höndum. Féllst saksóknari á að verjendur fengju að hlusta á upptökurnar en fengu þær ekki afhentar. Fyrirtaka í málinu verður þann 6. janúar. Ákæruliðirnir sem snúa að lögreglumanninum eru alls fjórir og er fjallað um þá hér að neðan.Gottskálk mætir í dómssal ásamt verjanda sínum, Eiríki Elís Þorlákssyni.Vísir/ErnirEiga að hafa hist á fundi í ÖskjuhlíðÍ fyrsta lið ákærunnar er lögreglumaðurinn Jens, sem starfaði í fíkniefnadeild lögreglunnar, ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi og Pétur Axel er ákærður fyrir hlutdeild í broti lögreglumannsins. Er því lýst í ákærunni að þeir hafi hist í Öskjuhlíð í Reykjavík síðsumars eða síðla hausts 2015. Á fundi þeirra á lögreglumaðurinn að hafa upplýst Pétur Axel um að hann hefði ekki heyrt minnst á hann hjá samstarfsmönnum sínum í deildinni í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá á hann einnig að hafa greint Pétri frá innra skipulagi og málefnum fíkniefnadeildar auk þess að greina honum frá nöfnum og hlutverki lögreglumanna í deildinni. Þá á Jens einnig að hafa upplýst ítrekað um skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar sem heldur utan um fíkniefnamál, mansal og vændi þegar upplýsingar sem vörðuðu manninn voru skráðar þar. Gerðist þetta frá árinu 2013 til ársloka 2015 og er Pétur Axel ákærður fyrir að hafa hvatt Jens til þess að láta sér upplýsingarnar í té. Sakaður um að hafa sent manninum sms og heimtað peningÍ öðrum lið ákærunnar eru Jens og Pétur Axel ákærðir fyrir spillingu. Er lögreglumanninum gefið að sök að hafa látið meðákærða „lofa sér og tekið við frá honum Nokia 130 síma, og í lok mars 2015 eða síðar móttekið Samsung Galaxy fame síma að andvirði kr. 19.990 [...] í tengslum við starf ákærða [...] sem lögreglumaður,“ að því er segir í ákæru. Jens er einnig ákærður fyrir spillingu vegna sms-skilaboða sem hann sendi Pétri Axel í ágúst 2012 þar sem hann á að hafa heimtað pening af manninum. Ætlaði að láta manninn hafa skýrslu frá slitastjórn KaupþingsÞriðji liður ákærunnar snýr einnig að spillingu og er Jens ákærður auk Gottskálks. Á Jens að hafa verið í sms-samskiptum við manninn þar sem hann lét lofa sér hálfri milljón í peningum og tveimur flugmiðum með WOW air gegn því að lögreglumaðurinn útvegaði Gottskálki skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“Ákærður fyrir stórfellda og ítrekað vanrækslu og hirðuleysi í starfiÍ fjórða lið ákærunnar er Jens svo ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Á hann að hafa „gerst sekur um stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu, með því að varðveita 1,18 grömm af amfetamíni og 10 millilítra af vefaukandi sterum af gerðinni bodenón undecýlenat og 20 millilítra af testósterón prípíónati í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum [...]“ eins og segir í ákæru. Þá er Jens einnig ákærður fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu „með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum, en ákærði sem taldi byssurnar hafa verið haldlagðar af lögreglu, gat ekki skýrt hvaða máli þær tengdust, en þær átti að varðveita í geymslu fyrir haldlagða muni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa farið fram á síma, flugmiða og hálfa milljón fyrir upplýsingagjöf Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi er ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Greint var frá því í liðinni viku að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður. 21. nóvember 2016 17:11 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa farið fram á síma, flugmiða og hálfa milljón fyrir upplýsingagjöf Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi er ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Greint var frá því í liðinni viku að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður. 21. nóvember 2016 17:11
Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14