Lögregla rannsakar trúðafaraldur í Grafarvogi Birgir Olgeirsson skrifar 28. nóvember 2016 10:30 Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið: Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú trúðafaraldur í Grafarvogi. Íbúar þar hafa kvartað undan manneskjum sem gera sér það að leik að hrella grunlaust fólk með því að banka á glugga á húsum í kolniðamyrkri. Þegar húsráðendur líta í átt að glugganum blasir við þeim óhugnanleg sjón. Trúðsandlit starir beint inn um gluggann og hefur þetta orðið til þess að nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu sem er nú með málið til rannsóknar. Einnig hefur því verið haldið fram að manneskjur með trúðsgrímur hafi elt börn í hverfinu. Lögreglan segir í samtali við Vísi að hún sé með nokkra grunaða um að hafa verið þarna að verki og það séu ekki einstaklingar á fullorðinsaldri.Alda sem fer yfir heiminn Þetta á sér rót í trúðaæði sem hefur gengið um heiminn undanfarna mánuði. Þessi alda sem nú fer yfir heiminn má rekja aftur til síðastliðins ágústmánaðar þegar níu ára strákur í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sagði móður sinni frá því að tveir karlmenn með trúðagrímur fyrir andlitinu hefðu reynt að lokka hann inn í skóg. Í október síðastliðnum höfðu slíkar tilkynningar borist úr nánast öllum ríkjum Bandaríkjanna,, Ástralíu, Bretlandi, Brasilíu, Chile, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Króatíu, Finnlandi, Þýskalandi, Írlandi, Mexíkó, Nýja Sjálandi, Hollandi, Singapúr, Spáni, Sviss. Undanfari þessara hrekkja er rakinn til ársins 2013 þegar ógnvænlegur trúður sást í Northampton í Englandi. Þar voru að verki þrír kvikmyndagerðarmenn sem voru að herma eftir trúðinum Pennywise úr hrollvekju Stephen King, It.Í mars árið 2014 byrjaði ítalski hrekkjalómurinn Matteo Moroni frá Perugia, sem er með YouTube-rásina DM Pranks, að hrella fólk klæddur sem ógnvekjandi trúður. Myndböndin af hrekkjunum fenguð mörg hundruð milljón áhorfa.Elta uppi trúða Í júlí í fyrra sást manneskja í trúða-klæðnaði við Rosehill-kirkjugarðinn í Chicago. Hann stóð þar og beið eftir að einhver sæi hann, þegar honum var veitt athygli byrjaði hann hægt og rólega að veifa þeim sem horfðu á hann. Hann lét sig svo hverfa inn í skóg en lögregla náði ekki að upplýsa hver var á bak við þennan hrekk. Í október síðastliðnum fóru að berast fregnir af því í Bandaríkjunum að fólk væri farið að elta uppi trúða. Lögreglan í Bandaríkjunum sagði að það væri ekki réttlætanlegt að ráðast á fólk einfaldlega af því að það hafði klætt sig upp sem trúð, en bætti við að fólk ætti að hafa samband samstundis við lögreglu ef það yrði vart við ógnvekjandi hegðun trúðs. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Vice um málið:
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira