Magni Böðvar fyrir dóm í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson hefur verið ákærður fyrir morð. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45