Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Iceland segir nafnadeilu við Ísland byggða á misskilningi

Anton Egilsson skrifar
Utanríkisráðuneytið hefur hafið lagalegar aðgerðir gegn matvörukeðjunni Iceland.
Utanríkisráðuneytið hefur hafið lagalegar aðgerðir gegn matvörukeðjunni Iceland. Vísir/AFP

Framkvæmdarstjóri  bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods, Nick Canning, segir nafnadeilu sem fyrirtækið hefur staðið í við íslensk stjórnvöld vera byggða á misskilningi. Time is money greinir frá. 



Cannig segir að hefði fyrirtækið vitað að slagorðið Inspired by Iceland væri notað af íslenskum stjórnvöldum þá hefði það brugðist við á annan hátt. Hann segir þó eðlilegt af fyrirtækinu að kanna notkunina.



„Það hefði verið brjálæði að andmæla ekki eða að minnsta kosti kanna þessa notkun og það var það sem við gerðum“



Greint var frá því á Vísi í vikunni að Utanríkisráðuneytið hefði hafið lagalegar aðgerðir gegn Iceland Foods.  Tilefnið er að um árabil hefur verslunarkeðjan beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu. Aðgerðir verslunarkeðjunnar hafa meðal annars bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland.



Breska fyrirtækið hefur einkarétt á orðinu ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins og hefur ítrekað kvarta til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem nota orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu, samkvæmt tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.



Tilraunir stjórnvalda til samninga við Iceland um sanngjarna lausn á vandanum hafa engu skilað að sögn Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanríkisráðherra.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×